Laugardaginn 15 mai 2021 á mótorhjólasafnið 10 ára afmæli. Í tilefni dagsins ætlum við þrátt fyrir takmarkanir og fjarðlægðarreglur að opna formlega sýningu um Hilmar Lútersson Snigils nr 1.

Hilmar er á níræðisaldri og er enn að, við sýnum nokkra dýrgripi sem hann hefur meðhöndlað auk muna úr hans eigu.
Við munum síðan gera sýningunni og afmælinu sjálfu betur skil á hjóladögum upp úr miðjum júní. (ef aðstæður leyfa)
Okkur er heiður að fá að halda þessa sýningu og að Hilmar mæti á safnið við opnunina. Viðburðurinn hefst eftir hópakstur tíunnar ca kl 15.30.