Bmw klúbburinn er á hringferð um landið og komu þeir til Akureyrar í gærkvöldi eftir um 600km ferð frá Reykjavík. En þeir fóru nokkra úturdúra á leiðinni og héldu sig ekki allaf á Þjóðvegi 1.
Skelltu þeir sér t.d. yfir Laxárdalsheiðina í stað þess að fara Holtavörðuheiðina, keyrðu fyrir Skaga og tóku einnig Tröllaskagann áður en þeir komu til Akureyrar.
Í dag fóru þeir svo sem leið lá til Húsavíkur , Mývatn og til Egilstaða en það var skítkallt eða allavega fór hitastifgið niður í núll á leiðinni á köflum.
Ferðin þeirra heldur svo áfram á morgum og eftir austurlandið verður það suðurlandið. Flott ferð hjá BMW klúbbnum. og vonandi fer veðrið að batna..
Myndir Hjörtur Líklegur #56