Ásgeir Ei­ríks­son lét gaml­an draum ræt­ast í fyrra og fór á mótor­hjóli frá Íslandi til Spán­ar. Hann seg­ir að ferðalagið hafi verið ágæt leið til þess að trappa sig niður eft­ir er­ilsamt starf en hann kvaddi bæj­ar­stjóra­starfið í fyrra.

Ásgeir var bæj­ar­stjóri í Vog­um og kláraði form­lega að vinna í lok sum­ars. „Ég var bú­inn að vera í þessu í tæp 11 ár, sem mér fannst fínn tími. Ég varð 67 ára á ár­inu og svo ræður maður sig í svona starf til fjög­urra ára í senn. Þá hefði ég þurft að binda mig til 71 árs og ég var ekki til í það – ég vildi njóta þess að geta hætt,“ seg­ir Ásgeir um starfs­lok­in.

„Ég segi svona að allt hef­ur sinn tíma. Mér líkaði mjög vel í vinn­unni og átti því láni að fagna að vera í fjöl­breyttu og gef­andi starfi. Það voru nýj­ar áskor­an­ir og spenn­andi verk­efni á hverj­um degi þar. Ég tók þessa ákvörðun eft­ir að ég end­ur­nýjaði samn­ing­inn minn 2018 að ég myndi ekki end­ur­nýja hann 2022. Þá bara gír­ar maður sig inn á þetta,“ seg­ir Ásgeir en viður­kenn­ir þó að til­finn­ing­arn­ar hafi verið blendn­ar þegar hann hætti.

„Það var heil­mik­il eft­ir­sjá að hætta að vinna. Ég var í skemmti­legu starfi og það gekk vel. En á sama tíma var spenn­andi að öðlast þetta frelsi. Þess vegna segi ég það að þetta er blanda af hvoru tveggja. Þegar öllu er á botn­inn hvolft þá er þetta mjög góð til­finn­ing.“

 

Lífið á Spáni er ljúft

Þó svo að Ásgeir sé hætt­ur í fastri vinnu er hann ekki al­veg hætt­ur að vinna. „Ég er menntaður leiðsögumaður frá því fyr­ir 20 árum og hef gam­an af því. Svo nú er ég aft­ur far­inn að leiðsegja svona mér og von­andi öðrum til skemmt­un­ar,“ seg­ir Ásgeir sem skrapp í des­em­ber með ferðamenn í ferðir um Gullna hring­inn og í norður­ljósa­ferðir.

„Ég segi að það séu ákveðin for­rétt­indi að upp­lifa landið sitt með aug­um gest­anna. Ég er bú­inn að ferðast mikið í gegn­um tíðina og er með þessa mennt­un. Þegar maður hef­ur þetta og alla reynsl­una þá get­ur maður búið til eitt­hvað úr því,“ seg­ir Ásgeir.

Ásgeir og eig­in­kona hans eiga litla íbúð á Spáni þar sem þau dvelja hluta úr ári. „Á haust­in og vor­in er gott sum­ar­veður á okk­ar mæli­kv­arða, ekki of heitt. Maður get­ur verið mikið úti og notið lífs­ins. Það er hægt að gera margt skemmti­legt þarna. Við reyn­um að ferðast pínu­lítið og njóta þess að vera í svona góðu lofts­lagi. Þessi íbúð er ná­lægt tveim­ur stöðuvötn­um í grennd við Tor­revieja. Þar er til dæm­is heil­næmt lofts­lag sem fer vel í mann. Það er stutt að fara á strönd­ina og fullt af golf­völl­um, voða nota­legt líf og ódýrt að lifa.“

 

Einn á mótor­hjól­inu

Síðasta sum­ar flutti Ásgeir mótor­hjólið til Spán­ar. „Ég lét gaml­an draum ræt­ast þegar ég hætti og fór í mótor­hjóla­ferðalag. Ég keypti mér mótor­hjól fyr­ir tæp­um tveim­ur árum og lét verða af því að fara á hjól­inu alla leið til Spán­ar í sum­ar. Ég lagði land und­ir fót og ferðaðist einn á mótor­hjól­inu. Keyrði sex þúsund kíló­metra á 19 dög­um. Af þess­um 19 dög­um var ég um tvo sól­ar­hringa í Nor­rænu milli Íslands og Dan­merk­ur,“ seg­ir Ásgeir og lýs­ir ferðinni sem skemmti­legri en á sama tíma krefj­andi.

„Ég hefði getað farið stystu leið en ég ákvað að fara dá­lítið öðru­vísi leið. Ég fór beint yfir til Svíþjóðar og keyrði stór­an hring um Svíþjóð – vel á annað þúsund kíló­metra. Við hjón­in bjugg­um og lærðum í Svíþjóð þegar við vor­um ungt fólk og átt­um þar góð ár. Ég fór í gamla heima­bæ­inn minn, við eig­um enn vini þar sem ég hitti og ég heim­sótti fólk sem ég hafði kynnst á náms­ár­um og í gegn­um vinnu síðar meir,“ seg­ir Ásgeir sem heim­sótti einnig Borg­und­ar­hólm.

„Mig hafði alltaf langað á Borg­und­ar­hólm. Ég tók ferju þangað og hitti þar frænda minn sem hef­ur spilað þar sem trúba­dor á hverju sumri í 33 ár og það var óskap­lega skemmti­legt að upp­lifa það að hitta hann.“

 

 

Maður er einn með sjálf­um sér

Eft­ir út­úr­dúr­inn á Norður­lönd­un­um hélt Ásgeir til Þýska­lands og Frakk­lands. „Ég hafði áhuga á því að fylgja bæði Mósel og Rín. Þræddi mig í gegn­um þá dali. Ég stillti gps-tækið á hjól­inu þannig að ég fór eig­in­lega aldrei á hraðbraut. Ég fór bara sveita­veg­ina sem var al­veg ótrú­lega skemmti­legt og gef­andi. Maður er einn með sjálf­um sér og þarf að bjarga sér og hef­ur eng­an ann­an að stóla á. Þegar ég var bú­inn að fara í gegn­um Þýska­land og Frakk­land fór ég í Pýrenea­fjöll­in og kom við í smárík­inu Andorra, sem er pínu­lítið land í mik­illi hæð, og þaðan keyrði ég yfir til Spán­ar,“ seg­ir Ásgeir.

Um hvað hugs­ar maður á hjól­inu?

„Það er ekk­ert ein­falt svar við því. Maður er svo­lítið í nú­inu. Maður nýt­ur augna­bliks­ins. Þegar maður er einn fær maður kannski þá hug­dettu að stoppa og þarf þá ekki að taka til­lit til neins ann­ars. Ham­ingj­an felst kannski í því að setj­ast á bekk eða trjá­bol og anda að sér ilm­in­um af eng­inu. Þetta er það sem ég upp­lifði.“

Þrátt fyr­ir að mótor­hjólið, sól­in og marg­ir golf­vell­ir séu á Spáni seg­ir Ásgeir að hann væri ekki til í að flytj­ast al­farið til Spán­ar. Börn­in og barna­börn­in eru á Íslandi og hér vill hann eiga sitt at­hvarf.