Í morgun var Pokerrun Tíunnar.  
Frábær mæting var og veðrið eins og best verður á kosið sól og hiti.

Alls skráðu sig 17 manns í pókerrun að þessu sinni á 16 hjólum. Svo potturinn var ansi hár eða 51000kr fyrir sigurvegarann.
Spil var dregið strax eftir skráninguna, og svo ekið var af stað upp úr 11 í morgun og var förinni heitið í Dalakofann í Reykjadal,   Þar snæddu flestir Hádegisverð og drógum við spil. Því næst var ekið sem leið lá að Dettifossi og tekin þar smókpása og dregið spil.  Ásbyrgi var næst á dagskrá og þar dregið spil,  og þaðan var farið til Húsavíkur og þar drógu allir sitt síðasta spil.  Úrslitin í pókerrun voru samt ekki kunngjörð fyrr en á Ráðhústorgi á Akureyri en Ari Karls hreppti Pottinn og bikarinn í ár.
Til hamingju

Bílanaust gaf svo önnur og þriðju verðlaun, en það voru hreinsivörur fyrir hjólin.
Kæra þakkir fyrir það.

Flottur dagur og frábært ferð Takk allir.