Hjóladagar voru að þessu sinni haldnir með breyttu sniði og gerðum við það með Bíladögum.
Var þetta tilraun og okkur sýnist að hún hafi bara virkað vel.

Nóg var um að vera í bænum um helgina Bíladagar voru náttúrulega í fullum gangi og byrjaði á Fimmtudeginum  með Stórglæsilegri bílasýningu í boganum.  um kvöldið var svo Sandspyrnukeppni á Keppnisvæði BA.

Föstudag var startað á drift keppni á Bíladögum upp á keppnissvæði BA
En um kvöldið grillaði Tían inn á safni fyrir hjólafólk þar sem yfir 70 manns var í mat og á eftir voru hörku rokktónleikar á Safninu með hljómsveitinni Leður.
Á eftir var svo tjúnað upp í græjunum og bjórkvöld Tíunnar stóð svo fram á nótt..

Laugardagurinn var startupdagur mótorhjólasafnsins:
Stundvíslega kl 12:00  byrjaði Startupdagur Mótorhjólasafnsins.
Áhugmenn um gömul mótorhjól voru mættir eldsnemma inn á safn til að undirbúa gömul hjól til gagnsetningar.
Er ekki hægt að segja annað en að þessi viðburður hafi heppnast vel. Sólin skein í heiði og tvígegnismökkur angaði í nösum gesta er voru á staðnum og nutu sýningarinnar.

 

Hjólin voru svo prufukeyrð í hópakstri eftir göngustígum frá safninu og inn í miðbæ þar sem allir hjólarar eltu og hittumst á torginu, svo var ekið aftur inn á safn í pylsupartí og afmælisköku því Mótorhjólasafn Íslands er einmitt 10 ára.

Spyrnukeppni var svo á kvartmílubraut BA og fóru margir þangað og fylgdust með spyrnunni þar.

Um kvöldið var svo Burnoutkeppnin á svæði BA og var það endapunkturinn á bíladögum,  og svo auðvitað fjörið sem var í bænum um kvöldið og inn í nóttina..

Frábær helgi.

Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum  
Sigríður Dagny Formaður Tíunnar ,,,     Hún fórnar öllu fyrir klúbbinn átti að útskrifast frá háskólanum í Rvk Þessa helgi en valdi frekar að vera með okkur og halda hjóladagana og já hún átti líka stórafmæli þessi elska.

Sigríður Ben,,,   Við gætum ekki verið án Siggana okkar því Sigga Ben sá aldeilis um grillið og aðra matseld hjá okkur og á hún miklar þakkir skyldar.

Þökkum við einnig öllum sjáfboðaliðum okkar og ekki síðst gestum okkar um helgina fyrir komuna, þetta var æði.

myndir: 
Sigurvin Sukki.
Sigrún Sig.
Friðrik O.
Hllgrímur H.
Hjörtur J.