Það var hratt ekið í kapp­akstri mótor­hjóla er tvær lot­ur voru keyrðar á kapp­akst­urs­braut Kvart­mílu­klúbbs­ins á sunnu­dag­inn var. Tíu kepp­end­ur mættu til leiks, en það er aukn­ing frá fyrstu um­ferðinni á dög­un­um, og stefndi í grjót­h­arða keppni strax í tíma­tök­un­um.

Stefán Or­landi tví­bætti braut­ar­metið um helg­ina. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son

Stefán setti stefn­una strax í tíma­tök­un­um

Bar­átt­an um besta tím­ann í tíma­tök­un­um var grjót­hörð en braut­ar­met­haf­inn Stefán Or­landi bætti eigið braut­ar­met er hann ók braut­ina á 1:23,578 mín­úta. Ann­ar var Árni Þór Jóns­son og þriðji á rá­spól var Jó­hann Leví Jó­hanns­son en skammt á eft­ir hon­um voru þeir Ingólf­ur Snorra­son og Ármann Guðmunds­son.

 

Get­ur allt gerst í kapp­akstri

Fyrri keppn­islot­an byrjaði af krafti, en Stefán Or­landi á Honda CBR600RR tók strax for­yst­una og á eft­ir hon­um komu Árni Þór og Jó­hann Leví. Drama­tík­in úr fyrsta Íslands­móti hélt þó áfram hjá Árna þar sem hann missti stjórn á hjóli sínu í lok fyrsta hrings og rann útaf braut­inni. Stefán hélt ör­uggri for­ystu út alla tíu hring­ina og á eft­ir hon­um komu Jó­hann Leví á Suzuki GSXR600, Ingólf­ur Snorra­son á Yamaha R6 og Ármann Guðmunds­son á Honda CBR600RR.

 

Stefán setti annað met í seinni lotu

Stefán Or­landi hélt upp­tekn­um hætti í seinni lotu dags­ins, hélt for­ystu strax frá fyrsta hring og setti enn og aft­ur braut­ar­met, 1:23,401 mín­úta. Jó­hann Leví og Ingólf­ur börðust um tíma um annað sætið en Jó­hann skilaði sér aft­ur ann­ar á besta tíma 1:24,720 mín­útu og Ingólf­ur endaði þannig þriðji. Íslands­meist­ari síðustu tveggja ára, Ármann Guðmunds­son var um tíma fjórði en féll í átt­unda hring og hellt­ist þannig úr lest­inni.

Ármann hef­ur verið gríðarlega sterk­ur und­an­far­in ár, en óheppn­in hef­ur elt hann þetta tíma­bilið þar sem hann hef­ur átt við tækni­lega örðug­leika í hjóli sínu.

Verðlauna­haf­ar sunnu­dags­ins ásamt hjól­um sín­um. Ljós­mynd/​B&B Krist­ins­son

Eft­ir aðra um­ferð Íslands­móts­ins er staðan eft­ir­far­andi; Stefán Or­landi í fyrsta sæti með 95 stig, ann­ar er Jó­hann Leví Jó­hanns­son með 76 stig, þriðji er Ingólf­ur Snorra­son með 61 stig, fjórði er Ingvar Samú­els­son með 46 stig, fimmtu til sjöttu eru Bjart­ur Snær Ró­berts­son og Sveinn Logi Guðmanns­son með 38 stig, Ármann Guðmunds­son er sjö­undi með 26 stig, Árni Þór Jóns­son átt­undi með 25 stig, Eiður Arn­ar­son er ní­undi með 16 stig og Guðmund­ur Bjarni Karls­son er tí­undi með 10 stig.

„Já, þetta var mjög góður dag­ur fyr­ir mig, ánægður að ná tveim­ur sigr­um og setja þessi braut­ar­met. En það sem að ég var hvað ánægðast­ur með var hraðinn hjá mér í Keppn­islotu 2. Náði að keyra þar und­ir 1:24 næst­um alla hring­ina og er ég mjög ánægður með þann stöðuleika! Svo lang­ar mig að lok­um að þakka öll­um þeim sjálf­boðaliðum sem komu að keppn­inni, því án þeirra er þetta ekki hægt,“ sagði Stefán Or­landi eft­ir magnaðan ár­ang­ur á sunnu­dag­inn.

MBL sagði frá