Tomasz Piotr Kujawski

Einn af nýjustu meðlimum Tíunnar er Tomasz Piotr Kujawski eða Tómasz Pylsusali sem á pylsuvagninn í Hafnarstræti á Akureyri.

Hann býður öllum kaffiþyrstum Hjólamönnum sem eru á torginu upp á kaffibolla 200 kr ef þið viljið … það er nóg að vera bara í hjólagallanum og þú færð kaffiafslátt.
Tómas hefur skilning á því að það er gott að fá sér kaffi eftir íslenska hjólatúra 🙂 og hann er með ítalsk nýmalað úrvalskaffi í boði.

Við þökkum Tomasz fyrir og bjóðum hann velkominn í klúbbinn