Eins og margt hjólafólk veit að þá höfum við félagarnir í Toyrun Iceland verið að styðja Píeta samtökin á ýmsan hátt núna í um 4 ár.   Á þessum tíma hefur hjólafólk verið einstaklega duglegt að styðja við bakið á okkur, bæði með að kaupa af okkur merki og ekki síst verið duglegt að hvetja okkur áfram og sýna framtaki okkar mikla virðingu og skilning.  Þessi stuðningur hefur verið okkur ómetanlegur.  

Eins og sum ykkar vita að þá héldum við kótilettudag á haustdögum 2019 með honum Magga meistara sem gerði þennann dag algjörlega frábærann.  Þótti okkur mjög miður að heyra það ekki löngu seinna að hann hafði kvatt þennann heim.

Kótilettudagur er eitthvað sem við höfðum stundum rætt um að endurtaka enda er þetta góð leið til að safna smá pening en einnig leið til að sýna þakklæti okkar fyrir stuðningin yfir árið, en útaf svolitlu var það ekki hægt!  Einhver veira sem var aðeins að trufla.  En nú kom að því að við gátum drifið málið af stað.

Það varð úr að við hentum í einn slíkann í samvinnu með þeim glæsilega veitingastað Salthúsinu í Grindavík. 
En fyrir þá sem ekki vita að þá er Grindavík heimabær Toyrun Iceland.

Dagurinn var haldinn þann 2. Október í sma vindi en þurru veðri.  Ekki stóð á hjólamönnum sem hópuðust til okkar í gómsætar kótilettur í raspi. Varð þetta algjörlega frábær dagur þar sem við nutum þess að gera vel við gesti okkar .

Við fengum um 160 gesti í mat og var stór hluti af því hjólafólk sem lét smá kulda og vind ekki stoppa sig.

Dagurinn var á allann hátt algjörlega frábær og er nánast búið að negla það að gera þetta að árlegum viðburði á Salthúsinu.

Þáð má kannski geta þess að Salthúsið hefur verið með á boðstólum í sumar svokallaðann Toyrun borgara þar sem við fáum smá styrk útá hvern seldann borgara.  Einnig hefur DJ Grill á Akureyri boðið uppá slíkann borgara og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Aðlokum viljum við hjá Toyrun Iceland enn og aftur þakka kærlega fyrir allann stuðninginn og okkur hlakkar til að hitta ykkur öll næsta sumar þar sem við verðum á ferðinni að styðja áfram við Píeta