...

Heiddi og Rögg úti að hjóla

15 maí er afmælisdagurinn hans Heidda,  Heiðars Þ Jóhannssonar  sennilega einn þekktasti mótorhjólamaður landsins , og örugglega Akureyrar en safn hefur risið þar í hans minningu og klúbburinn Tían stofnuð í minningu hans og nafnið númerið hans í Sniglum #10  (Tían).

En um helgina mun „Tían Bifhjólaklúbbur Norðuramts“ vera með nokkra viðburði.

Bjórkvöld verður á Safninu á föstudagskvöldið frá 20-24

Skoðunardagur verður á Laugardagsmorguninn  í Boði BA og Tíunnar.  í Frumherja,   Ath bara fyrir greidda félaga í Tíunni og BA.

Hópkeyrsla Tíunnar verður svo eftir hádegi,  þe frá Ráðhústorgi kl 14 … gott er að vera mætt áður,  13:30 er til dæmis gott.
Tekinn verður góður hringur um bæjinn og endað svo í Kirkjugarðinum þar sem blóm verða lögð á leiðið hjá Heidda.

Hilmar Lúthersson Snigill #1

Mótorhjólasafnið  verðu með opið um helgina  og ætla þeir að taka forkot á sæluna og opna sérstaka sýningu til heiðurs Hilmari Lúthersyni Snigils NR #1 (Timerinn) hann er líka einn þekktasti snigillinn og er hann búinn að gera upp í gegnum tíðina mikinn fjölda af mótorhjólum, sérstaklega Bresk hjól og verða c.a. tíu af hans hjólum á safninu  einnig verður 6 fermetra mynd af kallinum sett upp og videoviðtal.
Sýningin mun standa í eitt ár og verður í suðaustursalnum á safninu.
Hilmar mun líka stinga inn nefinu um helgina og kíkja á allt bramboltið.

Það er því kjörið að kíkja á safnið eftir hópkeyrslu , ná sér í kaffibolla og skoða.

Seraphinite AcceleratorOptimized by Seraphinite Accelerator
Turns on site high speed to be attractive for people and search engines.