GUÐMUNDUR H. JÓNSSON
AÐSTOÐARYFIRLÖGREGLUÞJÓNN:
– SEGIR HANN OG FER EKKI í GRAFGÖTUR MEÐ ÁLIT SITT
Þrátt fyrir að aldur hans sé aðeins rétt við fjórða áratuginn hefur hann starfað í lögreglu rúm tuttugu ár, fyrst í lögreglunni í Reykjavík, síðan í rannsóknarlögreglunni og nú er hann orðinn aðstoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi. Sjálfsöruggur situr hann við skrifborðið sitt en gjóar þó hörðum augum á hljóðupptökutæki blaðamanns, rétt eins og hann eigi von á að það muni þá og þegar játa á sig alvarlegan glæp.
Guðmundur H. Jónsson verður að teljast orðinn nokkuð sjóaður í starfinu enda hefur hann víða komið við á löngum starfsferli. Hann lumar á
ýmsu, til að mynda mjög ákveðnum skoðunum á því hvernig lögreglan virðist hafa misst sjónar á markmiðum sínum og hann hikar ekki við að gagnrýna störf starfsbræðra sinna á ýmsum vettvangi. Hann telur það til dæmis undrum sæta að það skuli teljast fréttaefni þegar yfirmenn lögreglunnar hætta sér út úr húsi. Við skulum örlítið hinkra með þessi viðhorf Guðmundar en huga að því þegar hann ungur hóf störf í lögreglunni og var áður en langt um leið sestur á mótorhjólið í leðurgallanum.
ÞVOÐI RITVÉLAR
Hann fékk viðtalið á hæðinni. „Árið 1970 ætlaði ég að fara að læra að gera við rit- og reiknivélar því þá urðu allir að læra eitthvað til að lenda ekki í öskunni. Þannig var að ég sat inni allt sumarið við að þvo ritvélar og horfði út um gluggann á lögguna sem var að hraðamæla á Grensásveginum.
Síðan voru auglýst laus störf í lögreglunni um haustið og ég las það alveg upp til agna en þorði ekki að sækja um enda ekki nema átján ára gamall,“segir Guðmundur, glottir lymskulega og finnst greinilega svolítið skondinn ræfilshátturinn á sjálfum sér í þá daga. Seinna um haustið var svo auglýst aftur og þá var unglingurinn búinn að safna nægum kjarki til að sækja um.
„Ég hringdi í Óskar Ólason yfirlögregluþjón, sagði honum hvað ég væri gamall og hann spurði hversu hár ég væri. Ég svaraði því: einn níutíu og eitthvað. „Já, komdu og talaðu við mig,“ var svarið og ég var byrjaður í lögregluskólanum áður en ég vissi af.“
Á nítjánda aldursári var unglingurinn settur í búning og honum ýtt út á Laugaveg. Það segir Guðmundur hafa verið hina mestu pínu því jafnaldrar hans komu þangað gagngert til að stríða hinum unga laganna verði. „Ég var alveg hreint eins og jólasveinn. Það var rosalegt og skrambi erfitt,maður!“ Guðmundur og þeir sem útskrifuðust með honum úr lögregluskólanum voru settir í umferðardeildina þangað til um áramótin. „Þá snerist spenningurinn í mannskapnum um það hverjir yrðu eftir í umferðardeildinni því þeir voru líklegir til að komast á hjólanámskeið næsta vor. Maður hafði það strax í huga. Og ég var einn af þeim sem urðu eftir og slapp inn á hjólanámskeiðið þarna um vorið 71,“ segir Guðmundur og á við námskeið sem lögreglumenn fara á áður en þeir hefja störf á mótorhjólum lögreglunnar.
GRÆNA KORTÍNAN
„Þá vatnaði nú fyrst undir tærnar á manni þegar maður var settur á hjól. Nýliðarnir fengu gömul BMW hjól sem þar fyrir utan voru kraftlaus en þau voru bara allt of lítil fyrir mig þannig að hnén voru uppi undir höku. Svo eru menn alltaf að berjast fyrir einhverju og þarna var maður kominn í búninginn og á hjólið en þá sá maður stærri hjólin í hillingum. Það var draumurinn því þau voru öflugri og meiri virðing yfir þeim,“ segir Guðmundur og minnist þarna á endalausan barning innan lögreglunnar þar sem alltaf er eitthvað betra eða fínna í augsýn. „Tilfinningin er allt önnur að vera í leðrinu. Þegar maður er kom inn í leðurstígvélin, meö kylfuna og hjálminn – þá er eins og valdið margfaldist. Ég man til dæmis eftir því að ég ætlaði eitt sinn að fara að ragast í strætóbílstjórum. Þá var ég í venjulegum lögreglubúningi
og þeir tóku ekkert mark á mér, hlustuðu ekki einu sinni. Þannig að ég fór yfir á lögreglustöð, í leðurgallann og beint út aftur. Viðmótið var allt annað og betra eftir það.“
Guðmundur man eftir fleiru en hjólunum, til dæmis gamalli, grænni lögreglukortínu, árgerð ’65. „Það var skrítin tilfinning að vera allt í einu kominn undir stýri á bíl sem maður hafði alla tíð verið logandi hræddur við þegar maður fékk bílprófið og haldið meiri háttar tryllitæki. Þá sá maður hvers konar drusla þetta var og reyndar óku allir um í henni með því hugarfari að það væri síðasta ferðin.“
RAUÐU
NÆRBUXURNAR
Guðmundur segir það ólýsanlega tilfinningu að vera á hundrað kílómetra hraða og komast að því að hjólið verður ekki stöðvað á stundinni. „Ég komst að því. Ég var á leiðinni í slysaútkall þar sem ekið hafði verið á gangandi vegfaranda, þá var ekið í veg fyrir
mig og ég dúndraði beint inn í hliðina á bilnum. Ég flaug í loft upp og lenti hinum megin við hann en spratt upp eins og gormur, vildi ekki fá vængi,“ segir Guðmundur og hlær við enda slapp hann ómeiddur frá þessu. Þetta var ekki í eina skiptið sem hann fékk að kynnast malbikinu svo náið. Hann segir allt í lagi að láta aðra sögu flakka því nú sé það mál fyrnt.
„Þá var aðalspottinn, sem steyptur var, uppi á Vesturlandsvegi og þangað var farið ef menn töldu að hreinsa þyrfti sótið úr hjólunum með því að gefa svolitið í. Við fórum einu sinni þarna upp eftir, ég og félagi minn. Ég var á nýju BMW hjóli en hann á Harley Davidson, við þöndum hjólin, hann var á undan mér og ég vildi ekkert gefa honum eftir. Þá hægði hann skyndilega á sér og ég fór að dæmi hans en
ég er viss um að BMW hjólið var þannig byggt að það mátti ekki hægja svona skyndilega á því. Það byrjaði að sveiflast til og datt á hliðina , alveg á fullri ferð. Ég hékk á hjólinu, á hliðinni, þar til það vippaðist yfir á hina hliðina og þá hentist ég af því. Það var algjör heppni að enginn kom á móti því þá stæði ég á skýi núna. Á eftir var eins og ég hefði stigið á jarðsprengju, gallinn var allur í tætlum. Við kölluðum inn á stöð að það hefði orðið smá óhapp, ég var sóttur og farið með mig inn á slysadeild þar sem ég var skoðaður hátt og lágt. Ofan á allt saman bættist svo að ég var í rauðum nærbuxum og þegar hjúkrunarliðið klippti utan af mér restina af gallanum,að félögum mínum viðstöddum, komu þær í ljós. Þegar þeir sáu nærbuxunar, blóðrauðar, héldu þeir að nú væri allt búið, þeir gætu bara kvatt mig.“ Þar sem í Ijós kom að þetta var upprunalegur litur buxnanna fékk Guðmundur að fara að lokinni skoðun enda ómeiddur. Hann fór niður á stöð og fékk þar sína lexíu sem hann vill meina að þó hann hafi átt hana skilda hafi þetta alls ekki verið rétti tíminn fyrir hann til að taka við skömmunum. Hann segist hafa lært af þessu enda hafi hann skolfið eins og hundur þegar heim var komið. En þrátt fyrir að hann telji framkomu yfirmanns síns ranga í þessu tilfelli segir hann umferðardeildina hafa verið mjög agaða á þessum tíma.
Þessu hafi Magnús Einarsson, sem þá var varðstjóri, meðal annarra komið til leiðar og fólk hafi borið mikla virðingu fyrir störfum deildarinnar. Hann viðurkennir reyndar að hann þekki ef til vill ekki nógu vel til lögreglunnar í Reykjavík um þessar mundir en hefur grun
um að virðing fyrir umferðardeildinni sé ekki eins mikil og í þá daga.
Þegar Rannsóknarlögregla ríkisins var stofnuð árið 1977 sótti Guðmundur um starf þar og fékk. Hann byrjaði í svokallaðri boðunardeild sem var ekki hátt skrifuð innan embættisins. Starfsmenn deildarinnar sjá meðal annars um að boða og sækja fólk fyrir aðra Rannsóknarlögreglumenn sem sumir hafi einnig talið það hlutverk starfsmanna boðunardeildar að skjótast eftir sígarettum fyrir þá. Hann telur þó eftir á að hyggja að hann hafi haft gott af starfinu í boðunardeildinni því þar hafi hann kynnst öðrum deildum rannsóknarlögreglunnar og séð starf embættisins í víðu samhengi. „En sumir sem halda að þeir séu eitthvað yfir aðra hafnir reyna að nota sér það,eru svoddan hrokagikkir,“ bætir Guðmundur við og segist reyndar hafa ætlað að hætta þegar hann lenti í boðuninni. „Ég var síðan settur í deild sem aðallega sinnti fjármálabrotum og ýmsu í því sambandi. Það voru stundum flókin og spennandi verkefni en enduðu allt of oft á núlli, það er að segja engir dómar.“
RLR Í SMÁMÁLUM
„Starf rannsóknarlögreglunnar snýst allt of mikið um einhver smáatriði og þeir sem fá dóma eru yfirleitt einhverjir smákrimmar, fólk sem er að reyna að afla sér lífsviðurværis eða þá venjulegt fólk sem lent hefur í tímabundnum vandræðum,“ segir Guðmundur og vill meina að slík mál eigi að vera í höndum almennu lögreglunnar.
„Það þarf ekki annað en að lesa Lögbirtingablaðið til að sjá leiðirnar tvær; þa sem peii fara sem einu sinni misstíga sig eitthvað og svo hina sem þeir fara sem stela löglega, verða gjaldþrota annað hvert ár en eru komnir strax af stað aftur og græða á öllu saman.
Ég var sjálfur í þeirri deild sem fjallaði um fjársvikamál og sá að þeir sem eru raunverulegir glæpamenn fá enga dóma. Mín skoðun er sú að sumir dómarar hafi hreinlega ekki næga innsýn í það um hvað málin snúast, sérstaklega þegar þau varða flókin fjármálaafbrot. Síðan er alltof mikil vinna lögð í einhver smámál þrátt fyrir að lög um rannsóknarlögreglu ríkisins segi að embættið eigi að hafa mikilsverð sakamál með höndum. Ég sá í byrjun fyrir mér tiltölulega fámennan hóp, sérhæfðan í ákveðnum störfum sem ætti að koma almennu lögreglunni til aðstoðar þegar um stórmál væri að ræða, ekki rannsóknir á skóhlífaþjófnuðum.“
Hann segir raunina alls ekki vera í samræmi við upphaflegan tilgang rannsóknarlögreglunnar, menn hafi ekki sérhæfst og í raun hafi aðeins
enn ein lögreglustöðin bæst við. Til dæmis hafi honum verið úthlutað ritvél og blýanti, fengið eitthvert mál til meðferðar en enga tilsögn eða kennslu. „Annaðhvort hefur þetta verið röng ályktun hjá mér, sem ég tel nú ekki vera, eða að ekki hefur verið litið nógu faglega á þetta, sem ég tel líklegri skýringu. Þá er ógurlegt pappírsflóð í starfinu þannig að meðferð mála er alls ekki fagleg. Menn hafa einhvern veginn misst sjónar á markmiðunum,“ segir Guðmundur, greinilega mjög ósáttur við starfsaðferðir embættisins enda farinn þaðan. Hann neitar því alfarið að starfið sé sveipað þeirri dulúð sem almenningi þykir oft yfir starfi rannsóknarlögreglunnar. „Því er hins vegar ekki að neita að þetta var oft spennandi enda um hálfgerða veiðimennsku að ræða og menn ætla að koma höndum yfir bráðina. En þaö er þreytandi aö láta Ijúga í sig árum saman því sá sem brýtur eitthvaö af sér ætlar auðvitaö ekki aö láta góma sig,“ segir rannsóknarlögreglumaöurinn fyrrverandi um þaö starf sitt.„Til dæmis ætluöu menn aldrei að koma auga á tengslin mili auðgunar- og fíkniefnabrota. Það er fyrst núna sem einhver glóra er komin í þetta. Fyrir tíu árum var til dæmis borðliggjandi dæmi um slíkt þegar stolið var borðbúnaði og alls kyns verðmætum silfurmunum sem höfðu aðallega tilfinningagildi fyrir eigendurna. Þjófarnir náðust rétt áður en þeir ætluðu úr landi með góssið og þeir sögðu það bara slétt og fellt að þetta hefðu þeir gert til að fjármagna fíkniefnakaup. Dæmiö var augljóst en samt sem áður vantaði stórlega tengsl milli fíkniefnadeildarinnar í Reykjavík og rannsóknarlögregíunnar. Það var síðan virkilega gaman þegar málið var upplýst að geta skilað fólkinu silfurmununum því það var svo þakklátt.“
ÞRAUTAGANGA AÐ PALLBORÐI
Þegar staða aðstoðaryfirlögregluþjóns var auglýst ákvað Guðmundur að slá til. Hann segir tilfinninguna, þegar hann klæddist búningnum með öllum þessum strípum og stjörnum, hafa verið nánast enn skelfilegri en þegar hann klæddist lögreglubúningi í fyrsta sinn. Það gekk þó ekki þrautalaust fyrir sig að eiga upp á pallborðið því honum var fundið flest til foráttu. „Því var til dæmis skellt fram að ég hefði enga reynslu sem stjórnandi og jafnvel var sagt að ég hefði enga reynslu af löggæslustörfum þrátt fyrir að ég hefði verið sjö ár í Reykjavíkurlögreglunni og ellefu hjá RLR. Svo kemur maður inn á vinnustað í óþökk flestra sem þar vinna og ég óska engum svo ills að þurfa að ganga í gegnum slíkt. En það hefur nú ræst úr því sem betur fer, að mestu leyti allavega.“ Guðmundur vill ekki fara nánar út í þessa sálma, búinn að fá nóg. Hann segir að sér finnist leiðigjarnt að heyra sífellt væl um að þetta eða hitt sé ekki hægt að gera í ýmsum málum, frá yfirmönnum lögreglunnar, þegar störf hennar eru gagnrýnd. „Ég held nefnilega að oft sé málið það að keppst er við að gera hlutina rétt en ekki að gera réttu hlutina, að ekki sé haft skipulag á því sem unnið er að.“ Hann segir lögregluna allt of viðkvæma fyrir gagnrýni. „Við hljótum að einhvern tímann að gera mistök og ef það gerist þá á að kannast við þau og læra af þeim. Hins vegar getur oft verið erfitt að útskýra eða svara gagnrýni því þá þyrfti að draga inn í málin fólk sem síst má við því, fólk sem lent hefur í einhverri ógæfu og lögreglan þurft að hafa afskipti af.
Guðmundur hefur einnig komið auga á ýmsa hnökra á starfi lögreglunnar eftir að hann klæddist einkennisbúningi á ný. „Það kom mér til
dæmis á óvart að tækjum og tækni hefur ekki fleygt fram i takt viö tímann. Við í Kópavog erum langt á undan öllum öðrum hvað tækjabúnað varðar enda hef ég gengist upp í því að vera ekki að elta ólar við alla þessa skrifræðismenn heldur reynt að útvega þau tæki sem nýjust og best eru á hverjum tíma. Það má líka geta þess að lögreglustjórinn okkar hérna, Ásgeir Pétursson, hefur sýnt þessum málum mikinn skilning. Hann gerir sér grein fyrir nauðsyn þess að lögreglan fylgi samtíð sinni.“ í þessum töluðum orðum bendir Guðmundur á
nokkra hvíta kassa sem innihalda fullkomnustu gerð af fíkniefnaprófum sem hægt er að nota á vettvangi við úrskurð á því hvort um ffkniefni og neyslu þeirra hafi verið að ræða.
DULARFULLA KYNSLÓÐARHVARFIÐ
„Síðan hlýtur eitthvað að vera bogið við það þegar þeim fækkar alltaf sem eru úti meðan þeim fjölgar sem inni eru. Ég held að það brjóti í bága við grundvallarhugsunina. Það þykir voðalega merkilegt núna þegar yfirmennirnir í Reykjavík eru komnir út á götu. Þannig hefur þetta alltaf átt að vera en það er eins og menn eigi alls ekki að gera neitt eftir að þeireru orðniryfirmenn. Síðan hljóta allir að hafa séð að heil kynslóð hvarf innan lögreglunnar. Lögreglumenn á mínum aldri sjást ekki á götunni, eru bara týndir inni á skrifstofum. I því sambandi er fyrst og fremst yfirmönnum lögreglunnar um að kenna enda eiga þeir að vera fremstir í flokki í að útvega nýjan búnað og
finna upp á nýjungum í starfinu. Auðvitað ætti dómsmálaráðuneytið að taka þátt í því og reyndar gegna þar forystuhlutverki I staðinn fyrir að vera oftar en ekki eins og andstæðingur okkar. Þaðan ættu nýjungarnar vitaskuld að streyma til okkar en ekki öfugt eins og nú er.“
Guðmundur H. Jónsson hefur hér lýst ákveðnum skoðunum sínum og hefur leitt okkur fyrir sjónir hliðar á embættunum og störfum þeirra
sem alls ekki eru bjartar. En hann kennir nú umferðarlög og reglur í lögregluskólanum og ef til vill eigum við því eftir að sjá fleiri lögreglumenn á ferðinni án þess að tilefni sé talið til að geta þess (fréttum. Að minnsta kosti virðist margur borgarinn sammála Guðmundi i þessu enda hafa lesendasíður dagblaðanna margoft birt bréf og upphringingar óánægðra borgara sem vilja sjá meira til lögreglunnar. Hann vill auk þess að lögreglumenn auki sér víðsýni, þeir kynni sér sem mest og fari sem víðast. Þannig sé lögreglan í takt við tíðarandann og
þeim tækjum og aðferðum búin sem fremstar eru taldar í flokki, ekki bara á íslandi heldur um heim allan. Það er vonandi framtíðin. Þau lokaorð Guðmundar, að menn verði að gera sér grein fyrir því að lögreglan var stofnuð fyrir borgarann en ekki lögreglumennina, eiga hér vel við. Og hann bætir við:
„Það er eins og sumir hafi gleymt því.“
Vikan 1992
Texi og myndir: Jóhann Guðni Reynisson