Hópur af mótorhjólamönnum og ævintýrafólki ætlar að láta draum sinn verða að veruleika og bjóða þér að slást í hópinn ef þú hefur áhuga.

Sett hefur verið upp tilboð fyrir fólk ef áhugi er að skella sér með og er verðið vægast sagt freistandi eða 114.000kr á mann miðað er við tvo saman á hjól. Verðið er fyrir ferjuna miðað við eitt hjól og 2 í klefa. Aukagjald er fyrir ferju ef hjóli er bætt við. Og sex nætur á Brandan hóteli með morgunmat. 

Eins og flestir vita eru frændur okkar Færeyingar höfðingjar heim að sækja og er margt og mikið að skoða og sjá þar ef fólk hefur ekki komið þar áður. Færeyjar eru frægar fyrir margt og má þar nefna að jarðgöng eru óvíða jafn algeng en einnig ferjur svo þeir sem fara í þessa ferð verða útskrifaðir jarðganga og ferjumeistarar.

Ef þú hefur áhuga á að slást í hópinn, settu þig þá í samband við Baldur Jónsson baldurlj@gmail.com 

Linkar sem vert er að skoða ef þig langar að sjá meira um bæði hótelið og annað sem vert er að skoða hjá nágrönnum okkar og frændum.

https://www.smyrilline.com/faroe-islands/with-your-motorcycle
https://www.hotelbrandan.com/
https://motorcycle-diaries.com/en/blog/iceland-and-faroe-islands-part-ii