Tekinn var sú ákvörðun á dögunum á stjórnarfundi Tíunnar að styrkja Mótorhjólasafnið með vinnuframlagi, og var ákvörðun tekin að nú væri kominn tíma á að koma salernismálum efri hæðar safnsins í lag.

Þar eru tvö salerni en þau því miður hafa setið á hakanum svo það var kominn tími til að þau kæmust í gagnið. Fenginn var Sigþór pípari til verksins og var hann bara nokkuð fljótur að koma þeim í gagnið.

Að sjálfsögðu verður nýja salernisaðstaðan vígð á næsta bjórkvöldi í stað þess að þurfa alltaf að hlaupa niður  og inn á safnsvæðið eins og verið hefur.
Komum við hér með þökkum til píparanns að bregðast skjótt við beiðni okkar.

Stjórn.