Nýjasta viðbót safnsins Honda CMA114
Nýjasta viðbót safnsins eftir Covid hlé, Honda CMA114 árgerð 1966 blá að lit.
Skipt inn fyrir aðra Hondu C114 rauða. Hér fyrir norðan köllum við þetta að skipta úr Þór yfir í KA. Blá hjólið fékk safnið að gjöf árið 2007
frá Guðmundi Geir Gunnarssyni og var það þá i kössum og í misjöfnu ástandi.
Stefán Finnbogason hefur síðan verið að safna í það hlutum og lauk á dögunum uppgerð hennar. Stefán gaf bæði varahluti og vinnu.
Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér muninum á CMA114 og C114 þá liggur hann i einfaldleikanum, að sögn Stefáns er rafkerfið aðeins þrír vírar, engir ljósarofar, flauta eða annar óþarfi.
Einnig fylgir hjólinu upprunalegi sölureikningurinn frá 17 ágúst 1966 undirritaður af Gunnari Bernhard.
Kaupandi Jóhannes Ásgeirsson Álftamýri 19. Stell og vélanr. passa við hjólið.
Við viljum þakka þeim Guðmundi Geir og Stefáni kærlega fyrir höfðinglega gjöf.