Á Laugardaginn  21 ágúst 2021. kl 11:00  verður Pókerrun Tíunnar frá Ráðhústorgi á Akureyri.

ATH kunnátta í Poker er ekki nauðsinleg.

Hvað er Pokerrun?
Tían hefur undan farin fimm sumur haft mótorhjólaferð í ágúst titlaða sem Pókerrun.
Í grunninn er þetta bara langur og góður hjólatúr , en samt sem áður er smá leikur með þar sem menn borga þátttökugjald 3000kr , og draga spil á hverjum áfangastað.
Eftir að spilahöndin er full er svo sigurvegari sem fær þáttökupottinn í heilu lagi ,ásamtflottum Pókerrun 2021 bikar.
Einnig verðum við með sárabóta verðlaun fyrir 2 og þriðja sæti.

Pókerrun verður líklega um 150-300 km ferðalag á hjólunum og kannski meira.en það..

Dagskrá: 11:00
Þátttökugjald greitt og dregið spil.

Brottför frá Ráðhústogi kl 11:15

1 stopp Hádegisverður og dregið spil.

2 stopp Dregið spil

3 stopp Dregið spil

4 stopp Akureyri Dregið spil.

Verðlaunafhending.