Gríðalega vel heppnað pókerrun var í gær hjá Tíunni Akureyri
17 þáttakandur tóku þátt. Og drógu sér spil í upphafi ferðar,  og var hjólað austur fyrir fjall í frábæru veðri, þ.e. Lognog sól og yfir 20 stiga hiti.

Stoppað var í Dalakofanum um stund og fengið sér ís og dregið spil, og síðan farin smá krókaleið til Húsavíkur þar sem við fórum framhjá Laxárvirkjun og Þeystareykjavirkjun til Húsavíkur
Þar sem menn fengu sér síðbúinn hádegisverð og drógu spil.
Að hádegiverði loknum, tönkuðu sumir og svo var brunað í Samgöngusafnið á Ystafelli og skoðuðu sumir safnið meðan aðrir sóluðu sig og drógu fjórða spilið. Eftir það var keyrt heim á leið og höfðu ökumenn val um hvaða leið þeir fóru.  Dualsportararnir fóru Vaðlaheiði , aðrir fóru stystu leið í gegnum göngin en flestir tóku Víkurskarðið enda ennþá þvílíka bóngóblíðan og endaði öll hersingin á Mótorhjólasafninu.

Á Mótorhjólasafninu var síðasta spilið dregið og dómari fór svo yfir spilin hver væri með bestu pókerhöndina.
Reyndist besta höndin vera 9 þrenna en tveir aðrir voru með 8 þrennu  svo mjótt var á mununum.

Ragnar sáttur með bikarinn og bensínpeninginn 🙂

Svo sigurvegari Pókerrun Tíunnar í ár var Ragnar H. Ólafsson en hann kom alla leið frá Hvammstanga í Pokerrunnið.      Hann fékk í sinn hlut tvo þriðju hluta af pottinum og Bikar, en einn þriðji hluti pottsins fór beint inn á Mótorhjólasafn í gjaldkerakassann þar sem styrkur.

Þess má geta að menn komu allstaðar að til að taka þátt allt frá Reyðarfirði, Kópaskeri og Hvammtanga og Sigló og fóru allir sáttir frá borði eftir frábærann hjóladag.   Enda er það sem þetta snýst um að njóta góðrar ferðar á hjólunum okkar.

Kærar þakkir fyrir þáttökuna
Stjórn Tíunnar.