Grein úr Æskunni 1977

Vélhjólin bruna fram og loks kemur dauðastökkið gegnum eldinn. Eða þau hringsnúast hvert um annað, svo að áhorfendur halda, að árekstur verði á hverri
stundu. Það kemur þó ekki fyrir, því að ökumenn „Hackney Adventure Project“ eru þaulæfðir og vita, hvað þeir geta boðið sér og vélunum hverju sinni, enda ganga þeir til verks með alvöru og eldmóði sem margir mættu öfunda þá af.

Sá yngsti er ekki orðinn sex ára, og þeir fara á eftirlaunaaldurinn fimmtán ára.
Þetta hófst, þegar foreldrar í úthverfi London, Hackney; ákváðu að komast fyrir um orsök útivistar
barna. Ekkert ráp hingað og þangað, hugsuðu þau.
Börnin geta gert eitthvað af sér, ef þeim leiðist. Hafa börn og unglingar einhver áhugamál? Svarið reyndist vera:  vélhjól!

Allir slógu saman og keyptu vélhjól af gerðinni „Italjet“ og buðu krökkunum að skreppa á bak á lokaðri braut.
Áhuginn var svo mikill, að brátt reyndist nauðsynlegt að fjárfesta meira.
Nú á klúbburinn 15 vélhjól, og drengirnir sækjast eftir að sýna sig í búningum hans, en þeir eru eftirlíking af búningum kanadísku riddaralögreglunnar.
Bæði hjól og drengir vekja athygli um gjörvallt England.  Jafnaldrarnir líta bæði hjól og drengi öfundaraugum. Margir hafa gagnrýnt þessa tilraun og talið hana of
hættulega og álitið, að félagar klúbbsins gætu leikið enn hættulegri leiki á almannafæri.

Gagnrýnendur hafa þó orðið sér til skammar enn sem sem komið er. Stjórnandinn, Roy Pratt lögregluþjónn,
segir, að harðs aga sé krafist í svona látum. Svo strangs aga, að enginn strákanna láti sig dreyma um að leika sér á hjóli utan æfinganna.