„Þeir fóru fyrir fimm mínutum “ var svarið þegar ég var mættur á tilsettum tíma á Shellstöðina í Árbæ, albúinn að sitja aftan á mótorhjóli einhvers af meðlimum Bifhjólasamtaka lýðveldisins, sem voru á leið á landsmótið í Húnaveri, fjarri höfuðborginni. Fótganga þangað var því ekki fýsileg. Ég ákvað að fara á puttanum og leigubíll flutti mig á ákjósanlega upptökustað á Kjalarnesi.
Ég var svartsýnn á að nokkur tæki mig uppí. Ég var klæddur eins og sannur mótorhjólakappi í leðursamfesting, leðurjakka og með hjálm. Ég hafði fengið þessa hluti lánaða hjá hjálpsömum verslunarmönnum Hænco mótorhjólabúðarinnar. “ Get ég ekki bara farið á æfingarbuxum og lopapeysu?“ spurði ég þá. „Nei, það gerir ekkert gagn á ef þú dettur og veitir ekkert skjól á ferð,“ svaraði Víðir verslunareigandi. Hver var að tala um að detta. Er það einhver hefð á mótorhjóli? Mér leið eins og ,,ja vændiskonu í þessu dressi til að byrja með. Gallinn var eins og smurður á líkamann og ég öfundaði á þeirri stundu Arnold Schwarzenegger af vextinum. En samfestingurinn var hinn þægilegasti og fjótlega var ég orðinn sáttur við hann, a.m.k. þegar ég stóð í vindgjólunni á Kjalarnesi og beið eftir fari. Kominn aftan á mótorhjól seinna um daginn uppgötvaðir ég að gallalaus hefði ég frosið á skammri stundu…
Fólk virðist almennt líta á mótorhjólaökumenn sem brálæðinga. En fljótlega fékk ég þó far, kannski af því að ég klæddist hvítri úlpu utan yfir leðurgallann. Ég skammaðist mín ennþá svolítið. Til að fyrirbyggja misskilning útskýrði ég fyrir bílstjóranum að ég væri ekki svo bílhræddur að ég tæki varnargalla og hjálm í puttaferðalög, heldur væri ég á leið í mikið mótorhjólafjör á Norðurlandi. Dóttir bílstjórans þagði. Kannski fannst henni ég skuggalegur ásýndar, mér var farið að líða vel- orðinn töffari. Svarta leðrið og allt.
Í Staðarskála náði ég genginu, eftir langan bíltúr. Þar var mér sagt að ég gæti setið aftan á hjá einum strák (engar stelpur….) Ég hafði ekki ekki enn þorað að klæðast sérstökum svörtum leðurstígvélum sem þykja nauðsynleg hjólamönnum, var enn í hvítum adidas skóm. Ég fór niður á klósett og ætlaði að skoðahvort ég gæti látið sjá mig í fullri múderingu. Þar voru nokkrir kappar að pússa stígvél sín og galla, ég sneri því við. Í stígvélin fór ég fyrir utan og flýtti mér að setjast aftan á Kawasaki hjól. Mér fannst allir horfa á mig.
Vindsogið var rosalegt, ég hélt þéttingsfast utan um ökumanninn. Úlpan sem ég hafði klæðst utan um leðurjakkan var eins og loftbelgur og hefði ég sleppt höndunum hefði ég sjálfsagt svifið um nágrennið eins og svifdreki. Ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að sleppa takinu og renna upp úlpunni. Fyrst í stað horfði ég beint í bak ökumannsins. Hver hreyfing sem ég gerði varð til þess að höfuð
hans og hjálmur titruðu þegar vindmótstaðan breyttist. Ég leit á hraðamælinn, sem sýndi 100-130 km hraða. Mér fannst djöfulgangurinn ógurlegur á svona litlum hraða. Landslagi sveif hjá og fljótlega var ég farinn að þora að líta í kringum mig. Af og til skutust aðrir mótorhjólakappar á öflugri hjólum framhjá. Í hvíldarhléi, áður en komið var að Húnaveri, spurði ég hvers vegna væri svona mikið sog á farþegann. Ég fékk þær útskyringar að hraðamælirinn væri mílumælir en ekki kílómetramælir…“
Kappi á Nýju Honda CRX varfenginn til að skutlast með mig á Blönduós. Beyjurnar voru unaðslegar, eins og hjá keppnismönnum, Hjólið hallaðist ýmist til hægri eða vinstri eftir beyjunum og orkan varsvakaleg. Ég brosti út af eyrum. Nú skildi ég loks tilfinninguna sem fólgin í því að sitja á öflugu hjóli. Við vorum fljótir á áfangastað og skildum að skiptum. Mótorhjólakappinn hvarf í skyndingu á vit ævintrýra helgarinnar. Ég fór annað.
Ég fékk nasaþefinn að mótorhjólamennsku. Best að skila ekkert gallanum, mig langar í meira….
Texi Gunnlaugur Rögnvaldsson
ljósmyndari Samúels
6.8.1987
ljósmyndari Samúels
6.8.1987
Öðru hvoru heyrast hljóð sem minna einna helst á þotur í lágflugi…
Það er búið að reisa Partíhöllina, 40 manna tjald og allt í kring eru svartklæddir leðraðir Sniglar að koma sér fyrir. Bjástra við tjöld og annan útbúnað sem er oft svo flókinn að menn þurfa að vera tæknifræðingar til að koma honum upp.
Menn eru rifnir upp úr heimspekilegum hugleiðingum við varðeldinn af tælandi tónum kraftmikils bifhjólarokks og um miðnættið rölltir fólk upp að samkomuhúsinu þar sem Sniglabandið er með tónleika.
Á laugardaginn fer fram íþróttakeppni. Frjálsíþróttasambandið vill örugglega ekki kannast við íþróttir eins og hreðjaglímu , grótkast, Zippómundun eða Lúdmílu, og ég þori að veðja að verðlaunagripur eins og pungbindi lýðveldisins er einsdæmi á íþróttakeppnum hérlendis. Ungmennafélagsandinn er samt ríkjandi og eins og gengur og gerist sigra sumir en aðrir tapa. Eftir allar þessar frjálslegu íþróttir er slappað af og skóflað í sig þjóðvegalambi grilluðu að hætti Snigla.
Íþróttaandi dagsins svífur yfir kvöldinu. það er farið í fótbolta. þ.e.a.s. bolti er eltur og það er sparkað í hann. Hvert sem hann fer er aukaatriði, málið er að elta og sparka. Sumir bregða sér í fótabað í ánni og öðrum er hennt í ánna. Lífið leikur við fólk og það leikur við lífið. Og svo er farið á ball. Sniglabandið leikur fyrir dansi í Húnaveri, gamla slagara og bifhjólarokk. Inni er iðandi kös, bæði Sniglar og utanaðkomandi, og stemmingin er meiriháttar. Það er rokkað upp um alla veggi af ótrúlegri upplifun og allir skemmta sér konunglega.
Eftir ballið eru sungnir nokkrir bifhjólasöngvar við leifarnar af varðeldingum og farið seint að sofa.
Um kvöldmatarleytið á sunnudaginn bendir ekkert nema heil varða af svörtum ruslapokum til þess að þarna hafi verið rúmlega 150 Sniglar við íþróttaiðkun og annan ólifnað um helgina.
Bifhjólasamtök lýðveldisins Sniglar, vilja þakka gullkonunni Soffíu fyrir konunglegar móttökur og dásamlegar flatkökur.
Texti Þormar Þorgilsson #13
Samúel
Ágústblað 1987