Happadrætti Snigla verður í félagsheimili Snigla 9.júní næstkomandi.

Happadrættið er til styrktar Grensás, en því miður hefur margur hjólamaðurinn þurft á þeirra þjónustu að halda í gegnum tíðina.

Okkur langar því að halda uppteknum hætti með að styrkja þá ágætu deild.

Núna blásum við til happadrættis, og eru vinningar ekki af verri endanum.

Því er upplagt að kaupa sér miða fyrir 1000kr, má kaupa fleiri enn einn, og er hægt að kaupa miða í gegnum facebook síðu Snigla.

Einfaldara getur það ekki verið. Sendu okkur skilaboð!