Guðmund­ur Bjarna­son tækni­fræðing­ur, Guðmund­ur Björns­son lækn­ir og Ólaf­ur Gylfa­son flug­stjóri hafa lokið ferð sinni á mótor­hjól­um þvert yfir Banda­rík­in. Lögðu þeir upp frá Vancou­ver í suðvest­ur­hluta Banda­ríkj­anna og komu til Or­lando í Flórída um helg­ina. Lögðu þeir að baki 4.689 míl­ur eða 7.545 kíló­metra á leiðinni og hjóluðu um 12 ríki Banda­ríkj­anna á 19 dög­um.

Í dag­bók úr ferðinni á heimasíðu um leiðang­ur­inn segja þre­menn­ing­arn­ir að til­finn­ing­in í ferðalok sé engu lík. „Við gerðum það sem marga dreym­ir um, að fara þvert yfir Am­er­íku, heila heims­álfu á mótor­hjóli og höf­um farið yfir þrjú tíma­belti. Okk­ur tókst það sem við héld­um að við mynd­um aldrei ná og hvað þá að leggja út í. Það er þrek­virki and­lega og lík­am­lega að tak­ast á við heila heims­álfu, ekki það að við séum að miklast af því, það er ein­fald­lega staðreynd. Það er ekki hægt að lýsa því hvernig er að ferðast um á mótor­hjóli þvert yfir Banda­ríki Norður Am­er­íku, upp­lifa breyt­ing­ar á veðri, lands­lagi, gróðri, lykt, hita­stigi, raka­stigi, fólki, litar­hætti, trú­ar­brögðum, menn­ingu, arki­tekt­úr, efna­hag, viðmóti og svo mætti lengi telja. Þetta er ólýs­an­legt og menn verða bara að upp­lifa það sjálf­ir. Þetta er þolraun, sem tek­ur á lík­ama og sál. Við erum fegn­ir því að allt gekk vel og erum þakk­lát­ir þeim sem næst okk­ur standa fyr­ir að veita okk­ur tæki­færi og sýna skiln­ing á því að við urðum að tak­ast á við þenn­an æsku­draum. Við erum líka þakk­lát­ir okk­ur sjálf­um fyr­ir að leyfa okk­ur að láta hann ræt­ast. Það er heilsu­sam­legt að láta drauma sína ræt­ast. Við fyll­umst nú ein­hverri innri ró sem erfitt er að lýsa, lík­lega hafa land­könnuðir allra tíma sótt í sama brunn og við,“ seg­ir meðal ann­ars í ít­ar­legri dag­bók leiðang­urs­manna við ferðalok.

með mynd :
Guðmund­ur Bjarna­son, Ólaf­ur Gylfa­son og Guðmund­ur Björns­son á strönd Flórída við ferðalok en að baki eru 7.545 kíló­metr­ar yfir þver Banda­rík­in.

mbl.is    2001