Kanadíski listamaðurinn William Fisk hefur getið sér gott orð – svo gott reyndar að við goðsögn liggur – fyrir að mála ótrúlega raunverulegar myndir af ýmiskonar gamaldags tækjabúnaði.
Meðal hluta sem hann hefur myndgert eru myndavélar, kveikjarar, lampamagnarar, símar, sjónvörp og heimilistölvur og hefur handbragðið vakið verðskuldaða athygli enda þarf næstum að snerta myndirnar til að ganga úr skugga um að ekki sé um árþeifanlegan hlut að ræða. Áhugafólk um bíla og önnur farartæki hefur líklega þó mestan áhuga á málverkum hans af mótorhjólum. Þau eru, eins og önnur verk hans, svo raunveruleg að sjá að ekki kæmi á óvart þó einhver reyndi að setjast á bak og setja í gang. Dæmi um mótorhjólamálverk hans eru hér á síðunni – sjón er sögu ríkari.
jonagnar@mbl.is
MBL 2014