Kanadíski listamaður­inn William Fisk hef­ur getið sér gott orð – svo gott reynd­ar að við goðsögn ligg­ur – fyr­ir að mála ótrú­lega raun­veru­leg­ar mynd­ir af ým­is­kon­ar gam­aldags tækja­búnaði.

Meðal hluta sem hann hef­ur mynd­gert eru mynda­vél­ar, kveikjarar, lampa­magnar­ar, sím­ar, sjón­vörp og heim­ilistölv­ur og hef­ur hand­bragðið vakið verðskuldaða at­hygli enda þarf næst­um að snerta mynd­irn­ar til að ganga úr skugga um að ekki sé um árþeif­an­leg­an hlut að ræða. Áhuga­fólk um bíla og önn­ur far­ar­tæki hef­ur lík­lega þó mest­an áhuga á mál­verk­um hans af mótor­hjól­um. Þau eru, eins og önn­ur verk hans, svo raun­veru­leg að sjá að ekki kæmi á óvart þó ein­hver reyndi að setj­ast á bak og setja í gang. Dæmi um mótor­hjóla­mál­verk hans eru hér á síðunni – sjón er sögu rík­ari.

jonagn­ar@mbl.is
MBL 2014