Hrannar Ingi við hið sérstaka lokaverkefnið sitt úr Verkmenntaskólanum. MYNDIR/AXEL DARRI ÞÓRHALLSSON

Verkstjórinn hans hló bara og sagði að hann væri ruglaður en var samt mjög opinn fyrir þessu og fannst þetta spennandi, að sögn Hrannars Inga sem fékk svo rennismið með sér í verkefnið og græjan fór smátt og smátt að verða til. Smíðin er þó ekki einföld því að hjólið þarf bókstaflega að keyra í gír á föstu kefli og þarf því mótorhjólið að vera kyrfilega fast ofan á þessu öllu saman, en samt geta risið að framan. Knapinn stjórnar svo risinu með inngjöf og temprar það með afturbremsunni. Græjan hans Hrannars er því mjög góð til að sýna fólki hvað gerist við prjón á kraftmiklu hjóli og hvernig er best að ná stjórn á því aftur.

Samkvæmt nýju umferðarlögunum er bannað að lyfta viljandi framdekki í akstri en þar sem að mótorhjólið er kyrrstætt ætti það ekki að koma að sök í þessu tilviki. „Við ætlum að vera með hjólið á svæði Bílaklúbbs Akureyrar í sumar en það er æfingarsvæði. Jafnvel sýnum við græjuna á hjóladögum í sumar og kíkjum jafnvel suður. Áður en það er gert þarf samt að setja öryggisbelti á hjólið sem er fest við stýrið svo að óvanir detti ekki af hjólinu“ sagði Hrannar Ingi. Hrannar vildi koma á framfæri þakklæti fyrir hjálpina sem hann fékk við smíðina hjá vinnufélögunum í Slippnum á Akureyri. Einnig var hann ánægður með að kennari sinn skyldi gefa honum grænt ljós á verkefni sem að var svona sérstakt. Hver veit nema að við fáum að sjá meira af græjunni hans Hrannars í sumar, ef COVID lofar.

 

Föstudagur 8. maí 2020

ATH frá Tíunni  „Það er alveg góður möguleiki á prjónbekkurinn verði á hjóladögum 2021 18-19 júlí“