Ameríska Goðsögnin
Ameríska Goðsögnin
Original price was: 7,000kr..5,500kr.Current price is: 5,500kr..
Hin goðsagnakenndu Harley-Davidson-mótorhjól þarf ekki að kynna fyrir neinum, enda muna flestir eftir vígreifum lögreglumönnum á slíkum gæðingum. Færri vita hins vegar að þetta voru vinsælustu mótorhjólin á fyrri hluta síðustu aldar þegar sannkallaðar hetjur riðu um héruð landsins á vélfákum. Hér er saga Harley-Davidson á Íslandi rifjuð upp í máli og myndum, allt frá því að fyrstu mótorhjólin birtust árið 1917. Eftir gullöld einstaklingshjólanna á þriðja og fjórða áratugnum tók lögreglan þau í þjónustu sína og þá upphófst einn merkilegasti kaflinn í sögu þeirra. Í bókinni er einnig fjallað um nokkrar aðrar gerðir amerískra mótorhjóla sem bárust hingað til lands á liðinni öld. Höfundurinn, Njáll Gunnlaugsson, er landsþekktur áhugamaður um mótorhjól og hefur lengi rannsakað sögu þeirra. Hann skrifar reglulega um bíla og mótorhjól í dagblöð og á samfélagsmiðla, samhliða því að kenna Íslendingum að aka þessum undratækjum
11 á lager
Bókin er eftir Njál Gunnlaugsson og fjallar um sögu Harley-Daividson hjólanna á Íslandi og fleira því tengt.
Allur ágóði af sölu bókarinnar renna til mótorhjólasafns íslands.
Okkur áskotnaðist nokkur eintök af bókinni sem einnig eru áritaðar af höfundi bókana. Bók sem enginn unnandi mótorhjóla á Íslandi má láta framhjá sér fara.