Tickets Generated by WPRaffle TixGenSilver

Gerast félagi í Tíunni

Gerast félagi í Tíunni

5,000kr.

Með því að gerast félagi í Tíunni bifhjólakúbbi eflir þú starf okkar í klúbbnum ásamt því að styrkja starf Mótorhjólasafns Íslands.

Árgjaldið er 5000kr og af því renna 2000kr til uppbyggingar og rekstur Mótorhjólasafnsins.

Vöruflokkur:

Tían stendur fyrir fjölda viðburða ár hver s.s hópkeyrslum um bæinn ásamt ferðum til nágranna byggðarlaga okkar. Fjölskyldugrill. Póker-run sem er skemmtilegur leikur sem hefur fest sig í sessi en þar er farið í skemmtilegan rúnt og dregið spil upp í póker hönd á hverjum viðkomustað. Bíla og hjóladagar eru haldnir árlega ásamt haustógleðinni okkar.

Félagsmenn fá afslátt hjá völdum samstarfsfélögum okkar.

Meðlimir fá frítt á Mótorhjólasafn Íslands en Tían tekur einnig þátt í viðburðum á vegum Mótorhjólasafnsins s.s startup dagurinn, einnig hafa undanfarin sumur verið haldin fornbíla og mótorhjólahittingar á vegum BA fornbíladeildar á miðvikudagskvöldum við Hof menningarhús þar sem kvöldinu er oftar en ekki slúttað með hópkeyrslu.