Með örstuttum fyrirvara ákvað Tían að henda í hjólaferð á sunnudag og auglýsti á Tíuvefnum, og setti viðburð á Facebook.

Fara átti á Samgöngusafnið í Stóragerði í Skagafirði, með viðkomu í Varmahlíð og Siglufirði alls um 300km ferð.

Ákveðið var að safnast saman við Olís á Akureyri.

Fararstjórinn bjóst reyndar við nokkrum sálum kannski 6 hjólum eða svo en alls ekki við að 18 hjól og 19 manns mættu í ferðina, en svo varð raunin og stórkostlegur hjólatúr varð að raunveruleika.

Traktorsvöfflur í Stóragerði.

Traktorsvöfflur í Stóragerði.

Veðrið lék við okkur sól og logn framan af, en þegar við komum að Sauðárkrók þá var kominn þokuslæðingur sem hægði aðeins á okkur og lækkaði hitastigið aðeins en það kom ekki að sök ,,, það var stutt í Stóragerði.
Meðan við snæddum Vöfflur með Rabbabarasultu og rjóma og skoðuðum ótrúleg farartæki á Samgöngusafninu í Stóragerði þá létti þokunni og sólin braust fram.

Héldum við áfram för áleiðis til Siglufjarðar, þokan var ekki langt undan en veðrið var samt mjög gott
Einn okkar misreiknað hversu langt hjólið hans komst á tanknum og varð bensínlaus 25 km frá Siglufirði þ.e í  Fljótunum.   Tappaði fararstjórinn sem var með slöngubút í töskunum í sófasettinu bensíni af hjólinu sínu yfir á hitt hjólið og þar að auki fékkst sletta af bensíni af brúsa frá vegfaranda sem átti leið um og komst þannig hjólið á næstu bensínstöð.

Á Siglór tönkuðu flestir hjólin sín og fengu sér ís og pylsu og brunuðu svo í gegnum gangnaþrennuna til Davíkur og Akureyrar, þar sem allir stoppuðu á Ráðhústorginu á Akureyri og kvöddust.

Frábær hjólaferð.